Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 23. júní 2018 15:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Hodgson: Loftus-Cheek gæti verið betri en Ballack
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson hefur gefið í skyn að Ruben Loftus-Cheek gæti verið betri leikmaður en Michael Ballack.

Loftus-Cheek var allt síðasta tímabil á láni hjá Crystal Palace og stóð sig vel undir stjórn Hodgson, skoraði tvö mörk og lagði upp þrjú í 24 leikjum í úrvalsdeildinni.

Hodgson hefur trú á að þessi enski landsliðsmaður hafi svipaða eiginleika og Ballack og segir jafnframt að Loftus-Cheek hafi betri boltahæfni en þjóðverjinn.

Ég tel að hæfileikar Ruben á miðsvæðinu geri hann mjög fjölhæfan. Ég veit ekki hver hans besta staða er. Það fer algjörlega eftir því hvernig lið vilja að hann spili," sagði Hodgson.

Ég myndi segja að hann fari framhjá leikmönnum meira en Ballack gerði. Hann hefur sama kraft og Ballack. En kannski hefur hann fleiri eiginleika en Ballack. Það er djarft að segja það, ég veit."

Reiknað er með að Loftus-Cheek verði í byrjunarliði Englands gegn Panama á sunnudaginn miðað við myndir af skipulagi liðsins sem lak í fjölmiðla.



Athugasemdir
banner
banner
banner