Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. júní 2018 19:16
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Inkasso-kvenna: Hamrarnir og Fylkir með sigra
Fylkir er á toppnum í Inkasso deildinni.
Fylkir er á toppnum í Inkasso deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Tveir leikir fóru fram í dag í Inkasso deild kvenna, í fyrri leik dagsins sem hófst klukkan 14:00 mættust Fylkir og ÍA en í síðari leik dagsins mættust Hamrarnir og Fjölnir.

Í leik Fylkis og ÍA voru skoruð fimm mörk og öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik, Fylkir hafði betur með fjórum mörkum gegn einu og er á toppi Inkasso deildar kvenna með tólf stig.

Hamrarnir voru með 2-0 forystu í hálfleik gegn Fjölni, en gestakonur í Fjölni jöfnuðu metin á 72. mínútu. Eftir jöfnunarmarkið skoruðu heimakonur tvö mörk og komust í 4-2, Sara Montoro minnkaði muninn á 90. mínútu fyrir Fjölni en nær komust þær ekki og niðurstaðan 4-3 sigur Hamrana.

Hamrarnir eru með fimm stig í áttunda sæti deildarinnar, Fjölnir er með tveimur stigum minna og sæti neðar.

Fylkir 4-1 ÍA
1-0 Marija Radojicic ('6)
2-0 Kristín Þóra Birgisdóttir ('30)
2-1 Bergdís Fanney Einarsdóttir ('35)
3-1 Kristín Þóra Birgisdóttir ('40)
4-1 Hanna María Jóhannsdóttir ('42)

Hamrarnir 4-3 Fjölnir
1-0 Saga Líf Sigurðardóttir ('23)
2-0 Natalia Ines Gomez Junco Esteva, víti ('42)
2-1 Aníta Björk Bóasdóttir ('67)
2-2 Sara Montoro ('72)
3-2 Karen María Sigurgeirsdóttir ('82)
4-2 Katla Ósk Rakelardóttir ('83)
4-3 Sara Montoro ('90)

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner