Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 23. júní 2018 11:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Mateo Kovacic vill yfirgefa Real Madrid
Mynd: Getty Images
Mateo Kovacic, miðjumaður Real Madrid og Króatíska landsliðsins hefur gefið út að hann sé opinn fyrir félagsskiptum í sumar.

Mateo Kovacic kom inn á undir lok leiks í frábærum sigri Króatíu á Argentínu síðastliðinn fimmtudag. Það hefur verið hlutskipti Kovacic á síðastliðnu tímabili að verma varamannabekkinn hjá stórliði Real Madrid og hann hefur nú áhuga á að komast í nýtt lið til þess að fá að spila reglulega.

Kovacic gekk til liðs við Real Madrid frá Inter Milan sumarið 2015 og hefur aðeins byrjað 37 leiki í spænsku úrvalsdeildinni á þremur tímabilum á Bernabeu.

Ég myndi vilja spila meira í Madrid því að ég elska fótbolta og að vera á vellinum að spila. Og ég veit að hjá Madrid er erfitt að vera byrjunarliðsmaður, sérstaklega því að ég kom þangað mjög ungur," sagði Kovacic.

Ég skil ástandið og það er þess vegna sem það er best fyrir mig að fara í annað félag þar sem ég hef tækifæri á því að spila reglulega sem byrjunarliðsmaður. Það er tækifæri sem ég held að ég geti haft og vil núna."

Kovacic er einnig í harðri baráttu um sæti í byrjunarliðið Króatíu og það er líklegt að hann spili síðasta leik riðilsins er Ísland og Króatía eigast við.
Athugasemdir
banner
banner
banner