Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. júní 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Kristins spáir í leik Belgíu og Túnis
Rúnar þekkir vel til í Belgíu. Hann þjálfaði og spilaði þar.
Rúnar þekkir vel til í Belgíu. Hann þjálfaði og spilaði þar.
Mynd: Raggi Óla
Fyrsti leikur dagsins á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi er á milli Belgíu og Túnis í G-riðli.

Leikurinn hefst klukkan 12, en hann fer fram á sama velli og Ísland gerði jafntefli við Argentínu á í Moskvu.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, býst ekki við neinu öðru en belgískum sigri. Rúnar spilaði með Lokeren og þjálfaði líka liðið. Belgía leit vel út í fyrsta leik og hann hefur mikla trú á liðinu.

Belgía 3 - 0 Túnis (Klukkan 12:00)
Túnis kom verulega á óvart með ágætis leik gegn Englandi og voru mjög nálægt því að krækja í stig þar. Ég held að Belgar vinni þá hins vegar á sannfærandi hátt og tryggi sig áfram.

Þeir vita betur hvað býður þeirra núna eftir að hafa leikgreint Túnis gegn Englandi. Belgar eru bara með það gott lið og það góða einstaklinga að þeir eiga að geta spilað sig í gegnum vörn Túnis.
Athugasemdir
banner
banner
banner