Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 23. júní 2018 14:15
Arnar Daði Arnarsson
Rúrik nálgast milljón fylgjendur - BBC gerir umfjöllun um hann
Icelandair
Rúrik byrjaði leikinn gegn Nígeríu í gær.
Rúrik byrjaði leikinn gegn Nígeríu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn, Rúrik Gíslason sem slegið hefur heldur betur í gegn á Instagram á meðan á HM í Rússlandi stendur nálgast óðfluga milljón fylgjendum á Instagram.

Rúrik Gíslason vakti athygli þegar hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik Íslands gegn Argentínu fyrir viku síðan. Eftir það hafa fylgjendur hans margfaldast.

Rúrik fékk síðan tækifærið í byrjunarliði Íslands í gær gegn Nígeríu. Þegar leikurinn hófst var Rúrik með 770 þúsund fylgjendur en innan við sólarhring síðar hefur fylgjendum hans fjölgað um 185 þúsund. Það þarf því aðeins 45 þúsund fylgjendur að bætast við og Rúrik er kominn í milljón fylgjendur.

Þessi gríðarlegi áhugi fólks á Rúrik á Instagram hefur vakið heimsathygli og til að mynda hefur breski ríkismiðillinn, BBC fjallað um málið.

Þar spyrja þeir í upphafi greinarinnar: Hvað færð þú út þegar þú blandar saman Chris Hemsworth og Brad Pitt með ögn af Channing Tatum? Íslenska Rúrik Gíslason.

Í greininni er fjallað um fleiri leikmenn og aðra sem tengjast HM sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum fyrir ýmislegt sem tengist ekki knattspyrnu.

Smelltu hér til að skoða Instagram síðu Rúriks.
Athugasemdir
banner
banner
banner