Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 23. júní 2018 14:00
Arnar Daði Arnarsson
Sindri Sverris spáir í leik S-Kóreu og Mexíkó
Sindri Sverrisson að störfum fyrir Morgunblaðið.
Sindri Sverrisson að störfum fyrir Morgunblaðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mexíkó fagnar marki gegn Íslandi í mars á þessu ári.
Mexíkó fagnar marki gegn Íslandi í mars á þessu ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Suður-Kórea og Mexíkó mætast í öðrum leik Heimsmeistaramótsins í dag í F-riðli.

Mexíkó er með þrjú stig eftir sigur á Þjóðverjum í fyrstu umferðinni en Kóreu-menn töpuðu gegn Svíum og eru því án stiga.

Sindri Sverrisson blaðamaður á Morgunblaðinu spáir í leik Suður-Kóreu og Mexíkó.

Suður-Kórea 1 - 3 Mexíkó(Klukkan 15:00)
Mexíkó er það lið sem hefur heillað mig mest í mótinu til þessa og ég ætla að gefa Mexíkóum sigur í þessum leik. Þvílík orka í þessu liði og unun að fylgjast með því snúa vörn í sókn á banvænum hraða. Chicharito nýtir vonandi tækifærin betur en gegn Þjóðverjum í fyrsta leik og ég segi að hann setji tvö en Carlos Vela eitt. Ég efast samt um að þessi sigur dugi Mexíkó til að vera öruggt áfram.

Son Heung-min, sem er auðvitað óheppinn að hafa ekki samherja í svipuðum gæðaflokki í kringum sig í landsliðinu, skorar mark Suður-Kóreu. Það dugar ekki til og þetta lið var hvort sem er aldrei á leiðinni upp úr þessum sterka riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner