Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   sun 23. júní 2024 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Copa America: Svekkjandi tap í fyrsta leik Heimis
Heimir á hliðarlínunni í nótt.
Heimir á hliðarlínunni í nótt.
Mynd: Getty Images
Arteaga skoraði sigurmarkið.
Arteaga skoraði sigurmarkið.
Mynd: EPA
Mexíkó 1 - 0 Jamaíka
1-0 Gerardo Arteaga ('69)

Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson stýrði liði Jamaíku í fyrsta leik á Copa America í nótt.

Andstæðingurinn var Mexíkó sem vann 1-0 sigur í Houston fyrri framan ríflega 53 þúsund manns.

Mexíkó var með meira með boltann og átti talsvert fleiri tilraunir í leiknum en það sem ser svekkjandi við tapið er að Michail Antonio, leikmaður West Ham, kom boltanum í netið á 50. mínútu eftir glæsilega sókn, en eftir skoðun í VAR var markið dæmt af vegna rangstöðu.

19 mínútum síðar skoraði varnarmaðurinn Arteaga sitt annað landsliðsmark fyrir Mexíkó, þrumaði boltanum í markið og urðu lokatölur 1-0 fyrir Mexíkó.

Liðin leika í B-riðli ásamt Venesúela og Ekvador. Næsti leikur Heimis og hans lærisveina hefst klukkan 22:00 að íslenskum tíma á miðvikudagskvöld. Sá leikur verðru gegn Ekvador sem tapaði gegn Venesúela, 1-2, í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner