Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
Rúnar Páll er mjög spenntur: Það er gír í okkur
Jökull óánægður með varnarleikinn: Vonbrigði fyrir okkur
Talar um einbeitingaleysi - „Það er ástæðan afhverju við erum í veseni“
Snýst ekki um að bíða eftir sigrinum - „Mæta á æfingar og æfa vel“
„Djuric is back"
Rúnar Kristins: Lífsnauðsynlegur sigur
Arnar Gunnlaugs eftir stórsigur: Finnst eins og sumarið sé að byrja
Davíð Smári: Alveg sorglega léleg blaðamennska
Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Árni Freyr: Ég hefði örugglega verið pirraður að fá þetta rauða spjald á mig
Siggi talar um kraftaverk: Skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Chris Brazell: Ég kenni sjálfum mér um þetta
Magnús Már: Þetta er ógeðslega, ógeðslega pirrandi
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Sigurvin: Ömurlegt að tapa
John Andrews: Ég er himinlifandi
Kristján Guðmunds: Aðalmálið er að horfa á frammistöðuna
Frans: Kannski sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
   sun 23. júní 2024 21:59
Haraldur Örn Haraldsson
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kjartan Henry Finnbogason aðstoðarþjálfari FH var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fylki 3-1 á Kaplakrikavelli.


Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Fylkir

„Já loksins sigur, það er alveg rétt. Ég er bara ánægður með sigurinn, ánægður með stigin þrjú og bara ánægður með að vinna á heimavelli. Það skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur og við sýnum bara þroskaða frammistöðu í dag fannst mér."

FH-ingar náðu í sigurinn en frammistaðan í dag var ekki alltaf sú besta.

„Hún (frammistaðan) var kannski bara svolítið lituð af því eins og þú segir, loksins sigur. Það er búið að vera of fáir sigrar í undanförnum leikjum og við fórum bara, eins og Heimir sagði eftir síðasta leik, að fara í grunnatriðin. Það þýðir þá kannski að við verðum ekki einhverjir 'skemmtikraftar. Við þurftum bara að fara í grunnatriðin og vera svolítið þéttir. Við skorum mark snemma, og sýndum karakter í að koma til baka þegar gott, sprækt Fylkis lið jafnaði leikinn þegar það voru 20 mínútur eftir."

Sindri Kristinn Ólafsson var einnig í viðtali hjá okkur en þar talaði hann um að þessi úrslit myndu segja söguna af því hvað FH ætlaði að gera á þessu móti.

„Alveg jafn mikilvægur (sigur) og allir aðrir þannig. En við erum oft búnir að segja það fyrir leiki að það er núna sem við sýnum hvað við ætlum að gera og svo framvegis. Það kom í dag, og það kom líka bara frá öllu liðinu. Við fengum frábært framlag frá strákunum sem komu inn á, auðvitað Arnór skoraði sem er búinn að vera eilítið meiddur í vikunni. Flott innkoma, Gyrðir flottur, Baldur Kári flottur þegar hann kom inná. Auðvitað Sindri átti stórkostlegar vörslur í fyrri hálfleik og hélt okkur inn í þessu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner