Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
banner
   sun 23. júní 2024 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Varga er með meðvitund
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ungverska fótboltasambandið hefur staðfest að framherjinn Barnabás Varga er með meðvitund eftir að hafa lent í óhugnanlegum árekstri í mikilvægum úrslitaleik gegn Skotlandi í kvöld.

   23.06.2024 21:36
Tjöld sett fyrir eftir óhugnanlegan árekstur


Varga lá eftir á jörðinni í kjölfar aukaspyrnu og var settur í læsta hliðarlegu áður en starfsmenn UEFA huldu atburðarásina með tjaldi. Skömmu síðar var Varga borinn af velli og leik haldið áfram.

Farið var með Varga upp á spítala og var líðan hans orðin góð að leikslokum.

Samherjar hans í ungverska liðinu unnu leikinn gegn Skotlandi með sigurmarki á lokamínútunni og tryggðu sér þar með þriðja sæti A-riðils, sem gæti komið liðinu áfram í 16-liða úrslit EM.

Sjáðu atvikið
Athugasemdir
banner
banner