Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. júlí 2014 14:01
Magnús Már Einarsson
Heimild: Blikar.is 
Baldvin og Oliver í Breiðablik (Staðfest)
Oliver Sigurjónsson.
Oliver Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur fengið Baldvin Sturluson og Oliver Sigurjónsson til liðs við sig.

Oliver skrifaði undir samning við Breiðablik út árið 2016 en hann hefur undanfarin tvö ár leikið með AGF í Danmörku.

Oliver er hluti af hinum geysisterka 1995 árgangi. Hann er uppalinn hjá Blikum og hefur spilað landsleiki með öllum yngri landsliðum Íslands.

Oliver hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu en er allur að koma til. Hann hefur æft með Breiðablik undanfarna daga og samið við félagið.

,,Skrifaði undir samning hjá Breiðablik í dag. Mjög sáttur að fá að klæðast grænu treyjunni aftur," sagði Oliver á Twitter í dag.

Baldvin er 25 ára varnar og miðjumaður sem kemur á láni frá Stjörnunni en hann hefur lítið komið við sögu hjá Garðbæingum í sumar.

Baldvin hefur samtals skorað níu mörk í 82 deildar og bikarleikjum með Stjörnunni á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner