mið 23. júlí 2014 23:39
Brynjar Ingi Erluson
Conte segist ekki á leið til PSG
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, fyrrum þjálfari Juventus á Ítalíu, staðfesti það við fjölmiðla í kvöld að hann kemur ekki til með að taka við Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Conte hætti með Juventus á dögunum eftir að hafa gert liðið þrjú ár í röð að ítölskum meisturum.

Þegar Conte sagði upp var spáð því að hann myndi taka við PSG og að Laurent Blanc, núverandi þjálfari franska liðsins, yrði þá látinn taka poka sinn.

,,Ég hef verið að lesa um þetta að PSG hafi verið í sambandi við mig og að ég sé á leið þangað en ég get fullvissað fólk um að ég er ekki á leið þangað," sagði Conte.
Athugasemdir
banner
banner
banner