mið 23. júlí 2014 21:37
Brynjar Ingi Erluson
El Mercurio: Liverpool leiðir kapphlaupið um Arturo Vidal
Arturo Vidal
Arturo Vidal
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool leiðir kapphlaupið um Arturo Vidal, leikmann Juventus á Ítalíu en síleska dagblaðið El Mercurio greinir frá þessu í kvöld.

Manchester United og Real Madrid hafa lengi vel verið á eftir Vidal en hann hefur verið lykilmaður í liði Juventus frá því hann kom frá Bayer Leverkusen og er talinn einn af betri miðjumönnum heims.

Talið er að Real Madrid sé úr baráttunni en liðið hefur þegar fest kaup á Toni Kroos frá Bayern München og þá staðfesti liðið komu James Rodriguez frá AS Monaco í gær.

Louis van Gaal, stjóri Man Utd, vill styrkja liðið með því að fá Vidal til félagsins en nú er útlit fyrir að Liverpool leiði kapphlaupið.

Liverpool hefur eytt háum fjárhæðum í sumar í leikmenn en Brendan Rodgers, stjóri liðsins, er þó ekki hættur.

Van Gaal er sagður vera reiðubúinn til þess að bjóða Vidal allt að 200 þúsund pund á viku til að koma til Manchester United en Rodgers er sagður ætla að gera betur. Þá mun verðmiðinn á Vidal nema um 42,5 milljónum punda en áhugavert verður að fylgjast með framvindu mála.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner