mið 23. júlí 2014 00:17
Brynjar Ingi Erluson
Gary Martin: Besta upplifun ferilsins
Gary Martin í fyrri leiknum gegn Glasgow Celtic
Gary Martin í fyrri leiknum gegn Glasgow Celtic
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Gary Martin, leikmaður KR í Pepsi-deild karla, var eðlilega svekktur eftir 4-0 tap liðsins gegn Glasgow Celtic í kvöld en liðin áttust við í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Celtic vann fyrri leikinn á KR-velli með einu marki gegn engu en fór svo létt með KR í síðari leiknum á Murrayfield í Edinborg.

Virgil van Dijk gerði tvö mörk á meðan Teemu Pukki skoraði tvö einnig. Gary var þó ánægður með framlag leikmanna en hann segir að liðið hafi ekki verið undir pressu og ætlaði sér að stríða Celtic.

,,4-0 hljómar mjög stórt en við reyndum. Ég hefði ekki viljað spila leikinn með öðrum leikmönnum en þeim sem ég spilaði með í kvöld," sagði Gary við Fótbolta.net.

,,Við hefðum kannski getað skorað 1-2 mörk í leiknum en Celtic er magnað lið og maður virðir liðið."

,,4-0 lítur út fyrir að vera stórt en ég hef séð Þýskaland slátra Brasilíu 7-1, svo það getur allt gerst í fótboltanum."


,,Við þurftum bara að lúta í gras fyrir miklu betra liði, við gáfum allt í þetta en þetta er stórt félag með mikið af frábærum leikmönnum og áttu skilið að fara áfram."

Gary segir andrúmsloftið hafa verið ótrúlegt á Murrayfield í kvöld en stuðningsmenn Celtic sungu eins og vanalega ,,You'll Never Walk Alone".

,,Ég sagði við Hauk áðan að þetta er það besta sem ég hef upplifað, þetta er svo óraunverulegt. Andrúmsloftið var svo magnað að maður fékk gæsahúð. Celtic er með öflugt stuðningsmannafélag og stuðningsmenn þeirra voru frábærir allan leikinn."

,,Maður verður að njóta augnabliksins því að svona leikir koma ekki á hverju strái, þá sérstaklega gegn Celtic í Meistaradeild Evrópu,"
sagði hann að lokum.

Mörkin úr leiknum:

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner