Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 23. júlí 2014 18:40
Brynjar Ingi Erluson
Gylfi Þór Sigurðsson til Swansea City (Staðfest)
Gylfi Þór með treyju Swansea í kvöld
Gylfi Þór með treyju Swansea í kvöld
Mynd: Heimasíða Swansea
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Swansea City hefur fest kaup á Gylfa Þór Sigurðssyni frá Tottenham Hotspur en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við velska félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu Swansea.

Gylfi, sem er 24 ára gamall, fór í læknisskoðun hjá Swansea í dag og skrifaði í kjölfarið undir fjögurra ára samning en talið er að Swansea hafi borgað 10 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn.

Saga Gylfa á Englandi er ansi löng en 15 ára gamall samdi hann við Reading og fór í gegnum öll unglingaliðin þar áður en hann spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu fyrir sex árum síðan.

Hann var lánaður tvívegis á tíma sínum hjá Reading, fyrst til Shrewsbury Town og svo til Crewe Alexandra áður en hann braut sér leið í aðalliðið hjá Reading.

Hann var lykilmaður tímabilið 2009/2010 þar sem hann skoraði 21 mark í 44 leikjum áður en hann var seldur til þýska liðsins Hoffenheim fyrir metfé.

Gylfi skoraði 10 mörk í 32 leikjum á fyrsta tímabili með Hoffenheim en tækifærin voru færri á öðru tímabili hans. Hann var lánaður til Swansea í janúar 2012 og tókst heldur betur að sýna sig og sanna með því að spila 19 leiki og skora 7 mörk undir Brendan Rodgers.

Sumarið 2012 var hann svo seldur til Tottenham Hotspur en hann lék þar 85 leiki og skoraði 13 mörk.

Hann er nú kominn aftur til Swansea City en fyrsti leikur félagsins í ensku úrvalsdeildinni er gegn Manchester United þann 16. ágúst næstkomandi á Old Trafford.

Gylfi á þá að baki 23 landsleiki fyrir íslenska landsliðsins en hann hefur skorað 5 mörk í þeim.
Mun Víkingur stinga af í Bestu deildinni?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner