Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mið 23. júlí 2014 08:49
Brynjar Ingi Erluson
Hörður Björgvin Magnússon til Cesena (Staðfest)
Hörður Björgvin Magnússon við undirskrift í dag
Hörður Björgvin Magnússon við undirskrift í dag
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Juventus á Ítalíu, skrifaði nú rétt í þessu undir eins árs lánssamning við ítalska úrvalsdeildarfélagið AC Cesena en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net.

Hörður, sem er 21 árs gamall varnarmaður, gekk til liðs við Juventus í byrjun árs 2011 á láni frá Fram áður en hann var keyptur ári síðar.

Hann gerði þá fjögurra og hálfs árs samning við ítalska meistaraliðið og æfði og spilaði með unglinga- og varaliðinu.

Síðasta sumar keypti AC Spezia í Seríu B helmingshlut í Herði og lék hann með liðinu á síðustu leiktíð þar sem hann lék 22 leiki.

Fyrr í sumar framlengdi hann samning sinn við Juventus til ársins 2018 en þó var tekið fram að hann yrði áfram hjá Spezia.

AC Cesena lagði þó fram lánstilboð í Hörð á dögunum og eftir langar og erfiðar viðræður þá keypti Juventus helmingshlut Spezia og er leikmaðurinn nú hundrað prósent í eigu Juventus.

Það var svo í dag sem hann skrifaði undir eins árs lánssamning við Cesena en hann er mættur í æfingabúðir með félaginu í Acquapartita.

Næsti leikur Cesena er gegn varaliði félagsins eftir nokkra daga en liðið mætir svo Juventus í æfingaleik þann 30. júlí næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner