Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 23. júlí 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Inzaghi: Balotelli byrjar með hreinan skjöld
Mario Balotelli
Mario Balotelli
Mynd: Getty Images
Filippo Inzaghi, þjálfari AC Milan á Ítalíu, segir að Mario Balotelli, framherji félagsins, byrji með hreinan skjöld hjá félaginu.

Balotelli, sem er 23 ára gamall, hefur verið duglegur að koma sér í vandræði undanfarin ár og ekki verið auðveldur í hegðun.

Roberto Mancini, fyrrum stjóri Manchester City, gafst upp á honum þar og seldi hann til Milan en hann hefur einnig verið til vandræða þar.

Arsenal og Liverpool hafa haft áhuga á Balotelli í sumar en Inzaghi, sem tók við Milan í sumar, vill ekki selja hann.

,,Balotelli er mikilvægur leikmaður og á heima í Mlan. Ég mun koma fram við hans eins og ég kem fram við aðra leikmenn," sagði Inzaghi.

,,Ég mun gleyma öllu því sem ég hef heyrt um hann, hvort sem það sé slæmt eða gott því ég vil kynnast fólkinu til að ná því besta úr því." sagði hann að lokum.

Athugasemdir
banner
banner
banner