Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. júlí 2014 19:41
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Gauti Emilsson til NEC Nijmegen (Staðfest)
Kristján Gauti Emilsson
Kristján Gauti Emilsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
NEC Nijmegen í Hollandi hefur gengið frá kaupunum á Kristjáni Gauta Emilssyni frá FH en hann gerir þriggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu NEC.

Kristján Gauti, sem er 21 árs gamall framherji, er uppalinn í FH en hann samdi við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool í byrjun árs 2010.

Hann lék með unglinga- og varaliði félagsins áður en hann sneri aftur heim til FH tveimur árum síðar.

Hann hefur verið magnaður með FH-ingum á þessari leiktíð en hann er kominn með fimm mörk í þrettán leikjum og hefur verið lykilmaður í liðinu.

Kristján hefur þá verið öflugur með U21 árs landsliði Íslands sem hefur gert vel í undankeppni EM.

FH og NEC Nijmegen hafa verið í viðræðum um Kristján undanfarna daga en hann hefur nú samið við félagið og gert þriggja ára samning með möguleika á fjórða ári.

NEC féll úr hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og mun því leika í fyrstu deildinni en Guðlaugur Victor Pálsson er á mála hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner