Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. júlí 2014 12:30
Elvar Geir Magnússon
Lambert harðákveðinn í að halda Vlaar
Ron Vlaar í baráttunni með Hollandi á HM.
Ron Vlaar í baráttunni með Hollandi á HM.
Mynd: Vlaar
Paul Lambert, stjóri Aston Villa, segir að Ron Vlaar sé ekki til sölu. Þessi öflugi varnarmaður hefur verið orðaður við Manchester United, Roma og Southampton.

„Ron er ekki bara leikmaður Aston Villa, hann er líka okkar fyrirliði. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og verður áfram," segir Lambert.

Vlaar stóð sig frábærlega með Hollandi á HM í Brasilíu.

„Við viljum ræða við hann um að skrifa undir lengri samning og erum vissir um að þær viðræður verði jákvæðar. Ron hefur alltaf sagst vera mjög ánægður hérna og ekkert bendir til þess að það hafi breyst."

„Við ætlum ekki að selja."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner