Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. júlí 2014 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Mathieu: Barcelona er besta knattspyrnufélag heims
Mynd: Getty Images
Jeremy Mathieu, nýr leikmaður Barcelona á Spáni, segir að félagið sé það stærsta í heimi en hann gekk frá vistaskiptum sínum í dag.

Mathieu, sem er 31 árs gamall, vinstrisinnaður varnarmaður, gekk til liðs við Barcelona frá Valencia í dag fyrir 20 milljónir evra.

Þessi franski varnarmaður var auðvitað í skýjunum er hann skrifaði undir hjá Barcelona en hann segir félagið það stærsta í heiminum.

,,Barcelona er besta knattspyrnufélag heims og þetta er frábært tækifæri fyrir mig," sagði Mathieu.
Athugasemdir
banner
banner
banner