Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. júlí 2014 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Mbl.is 
Nylén til ÍBV (Staðfest) - Jonathan Glenn framlengir
Jonathan Glenn verður áfram hjá ÍBV
Jonathan Glenn verður áfram hjá ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Isak Nylén, framherji Brommapojkarna í Svíþjóð, hefur gert lánssamning við ÍBV sem gildir út tímabilið. Þá hefur félagið framlengt við Jonathan Glenn, sem hefur verið magnaður með Eyjamönnum í undanförnum leikjum. Þetta kemur fram á Mbl.is.

Þórarinn Ingi Valdimarsson kom aftur til ÍBV eftir að hafa leikið í eitt og hálft ár með Sarpsborg í Noregi en það er mikill liðsstyrkur í honum.

Eyjamenn eru þó ekki hættir og fengu í gær sænska framherjinn Isak Nylén frá Brommapojkarna en hann gerði lánssamning út tímabilið og kemur til með að styrkja framlínuna enn frekar.

Nylén, sem er 19 ára gamall, hafði verið á reynslu hjá ÍBV en hann kom í lok júní og var svo samið við hann í gær.

Jonathan Glenn, sem hefur þá heldur betur verið í formi fyrir Eyjamenn að undanförnu, framlengdi þá samning sinn en sá samningur gildir út næsta tímabil.

Athugasemdir
banner
banner