Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 23. júlí 2014 06:00
Magnús Már Einarsson
Rey Cup sett í kvöld
Úr leik á Rey Cup.
Úr leik á Rey Cup.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Rey Cup 2014 verður sett í kvöld í þrettánda skiptið. Á morgun hefja svo 1.300 börn og unglingar keppni í Laugardalnum. Í ár taka fleiri erlend lið þátt en áður. Frá Noregi koma Holmen, Ringvasöy og Ås IL, frá Litháen kemur Taurus, frá Danmörku koma Bröndby og Herfölge og frá Englandi koma lið frá Norwich og Derby.

Í allt koma 14 erlend lið í 4. og 3. flokki. Samtals koma því um 270 erlendir gestir á Rey Cup, séu þjálfarar og fararstjórar taldir með.

Með erlendu liðunum koma einnig svo kallaðir njósnarar til að skoða efnilega íslenska leikmenn. M.a. kemur yfirmaður frá Norwich en hann kom einnig í fyrra. Norwich verður auk þess með kynningu um akademíu Norwich sem er eins sú besta í Englandi sem er ætluð fyrir þjálfara og fararstjóra.

Eins og áður segir verður mótið sett í kvöld, miðvikudag kl. 21.00 með skrúðgöngu og skemmtilegheitum. Gunnar Helgason verður kynnir á setningunni, Björn Blöndal formaður borgarráðs setur mótið og Trausti Sigurbjörnsson, aðalmarkvörður Þróttar ver markið.

Allir þátttakendur í mótinu fá frítt í Laugardalslaugina á meðan á mótinu stendur, frítt í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn, öll lið fá tekna mynd af sér og þá geta allir tekið þátt í Loftbolta (5 manna lið). Lokahófið fer svo fram með stórdansleik á laugardaginn á Hilton Reykjavík Nordica sem hefst eftir að Grillveislunni í Fjölskyldugarðinum lýkur, sem er fyrir alla þátttakendur.

Þannig að það verður mikið um að vera í Dalnum og mikið um að vera hjá þátttakendum. Því hvetjum við fólk til að koma í Luagardalinn, horfa á skemmtilegan fótbolta og upplifa stemninguna.

Að lokum er rétt að minna á átak KSÍ um að fólk tapi sér ekki á knattspyrnuvellinum heldur láti gleðina ráða ríkjum.
Athugasemdir
banner
banner