Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. júlí 2014 16:30
Magnús Már Einarsson
Rúrik og félagar spila ekki í Dnipropetrovsk
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason.
Mynd: Getty Images
UEFA hefur samþykkt beiðni FC Kaupmannahafnar að færa leik liðsins gegn Dnipro Dnipropetrovsk í Meistaradeildinni.

Liðin áttu að mætast í Dnipropetrovsk í næstu viku en vegna stríðsástandsins í Úkraínu hefur UEFA ákveðið að leikurinn muni ekki fara fram þar.

Leikurinn mun þess í stað fara fram í höfuðborginni Kiev en hún er lengra í burtu frá átakasvæðinu.

Rúrik Gíslason leikur með FC Kaupmannahöfn en hann var ekki með liðinu í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner