Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. júlí 2014 18:25
Magnús Már Einarsson
Veigar Páll verður með gegn Motherwell
Veigar Páll Gunnarsson.
Veigar Páll Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Veigar Páll Gunnarsson er klár í slaginn fyrir leik Stjörnunnar og Motherwell í Evrópudeildinni annað kvöld.

Veigar þurfti að gista nótt á sjúkrahúsi um síðustu helgi vegna bakverkja eftir fyrri leikinn gegn Motherwell. Hann missti einnig af leiknum gegn Fylki síðastliðinn sunnudag.

,,Veigar er að skríða saman og hann leit vel út á æfingu áðan. Hann er klár í slaginn," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar á fréttamannafundi í kvöld.

,,Atli Jó var tæpur í mjöðm fyrir þennan leik. Hann fór út af gegn Fylki en er í fínu standi. Frikki sjúkraþjálfari er að gera fína hluti með þessa stráka. Við verðum allir heilir nema Garðar (Jóhannsson) sem er ennþá meiddur. Við tökum ekki séns á að nota hann í þennan leik. Það er mikið eftir í deildinni og við verðum að hugsa aðeins lengra."

Staðan eftir fyrri leik Stjörnunnar og Motherwell er 2-2 en síðari leikurinn fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ klukkan 19:15 annað kvöld. Uppselt er á leikinn.

Sjá einnig:
Veigar sárkvalinn á sjúkrahúsi - „Þetta var hreint helvíti"
Athugasemdir
banner
banner
banner