Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fim 23. júlí 2015 23:16
Stefán Haukur
Ásgeir Þór: Hélt við værum að fara að sigla þessu heim
Ásgeir Þór Ingólfsson.
Ásgeir Þór Ingólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Grindavík mætti Haukum í dag í 1. deild karla.

Geindavík komst í 2-0 á fyrstu þrjátíu mínútunum en Haukum tókst að koma til baka og jafna metin fyrir leikslok.

Ásgeir Þór Ingólfsson var ekki sáttur eftir leikinn en allt stefndi í sigur Grindavíkur.

„Við byrjum leikinn vel á móti mjög sterku Haukaliði og eftir fyrstu 35 var ég nokkuð öruggur á að við værum að fara að sigla þessu. Við vorum 2-0 yfir og héldum vel í boltann en þurfum að gera skiptingu fljótlega í fyrri hálfleik og það riðlast svolítið við það en Haukar líka heldu boltanum gríðarlega vel og við vorum allt of langt frá þeim og þeir nýttu sér það með marki í fyrri hálfleik,"

„Ég var að spila hafsent sjötíu prósent af leiknum sá mjög vel að við vorum allt of langt frá okkar mönnum sérstaklega eftir 35 mínútur. Mér fannst við vera miklu betri fyrstu 30, svo tóku Haukarnir boltann niður og fóru að spila og við vorum allt of langt frá þeim,"

„Það virtist vera eins og við værum bara að bíða eftir jöfnunarmarki en ég hélt að við værum að fara að sigla þessu heim,"


Nánar er rætt við Ásgeir í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner