Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, var skiljanlega súr eftir 4-0 tap sinna manna gegn HK í dag.
Guðmundur Atli Steinþórsson skoraði þrennu og Andri Geir Alexandersson eitt í öruggum sigri.
Guðmundur Atli Steinþórsson skoraði þrennu og Andri Geir Alexandersson eitt í öruggum sigri.
Lestu um leikinn: HK 4 - 0 Selfoss
„Það klikkaði margt, við fengum á okkur fjögur mörk, þar af þrjú gríðarlega ódýr. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera."
Gunnar var temmilega sáttur við sóknarleik liðsins en allt annað en sáttur við varnarvinnuna.
„Þegar við vorum með boltann þá var það ágætt, við héldum boltanum vel og vorum að skapa okkur örfá færi í fyrri hálfleik. Þegar við vorum ekki með boltann voru menn ekki alveg að nenna að standa í þessu:"
Gunnar býst ekki við að fleiri leikmenn komi til liðsins í glugganum.
„Nei, ég býst ekki við því. Ég held það sé ekki lausnin okkar endilega. Við ætlum að byggja upp okkar lið."
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir