Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 23. júlí 2016 16:53
Jóhann Ingi Hafþórsson
3. deild: Dalvík/Reynir með mikilvægan sigur - Kári vann
Óskar Elías skoraði í dag.
Óskar Elías skoraði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tveimur leikjum var að ljúka í 3. deildinni. Annars vegar vann Dalvík/Reynir góðan 2-0 sigur á Þrótti V. og hins vegar kom Kári til baka og vann KFS, 2-1 eftir að hafa lent 1-0 undir.

Dalvík/Reynir er búið að vera að berjast á vitlausum enda deildarinnar og voru þeir aðeins tveim stigum frá fallsæti fyrir leikinn gegn Þrótti V. Þeir fengu svo óskabyrjun því Áki Sölvason kom þeim yfir, alveg í byrjun. Davíð Jón Stefánsson bætti við skömmu seinna og reyndust það einu mörk leiksins. Mikilvægur 2-0 sigur því staðreynd.

KFS byrjaði vel gegn Kára og komust yfir eftir átta mínútur, þá skoraði Óskar Elías Zoega Óskarsson. Staðan í hálfleik var 1-0 en ís einni hálfleik tóku Káramenn sig til og snéru við blaðinu og tryggðu sér góðan sigur.

Einherji fékk svo KFR í heimsókn og dugði þá mark frá Todor Hristov eftir rúmlega klukkutíma leik til að skilja liðin af.

Dalvík/Reynir 2 - 0 Þróttur V.
1-0 Áki Sölvason ('1)
2-0 Davíð Jón Stefánsson ('16)

KFS 1 - 2 Kári
1-0 Óskar Elías Zoega Óskarsson ('8)
1-1 Ragnar Már Lárusson ('59)
1-2 Jón Björgvin Kristjánsson ('75)

Einherji 1 - 0 KFR
1-0 Todor Hristov ('61)
Athugasemdir
banner
banner