Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 23. júlí 2016 08:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ónefnt lið bauð 71 milljón punda í James - Ætlar ekki að fara
James elskar að vera hjá Real.
James elskar að vera hjá Real.
Mynd: Getty Images
James Rodriguez segist vera staðráðinn í því að vera áfram hjá Real Madrid og berjast fyrir sæti sínu hjá félaginu.

Hann er búinn að vera í tvö tímabil hjá Real og gékk honum ansi vel á fyrsta tímabilinu, þá skoraði hann 13 mörk og lagði upp önnur 13 en honum gékk illa að festa sig í sessi í byrjunarliðinu á síðustu leiktíð.

Zinedine Zidane, þjálfari liðsins var hrifinn af því að spila 4-3-3, taktíkina, þar sem Casemiro var djúpur á miðjunni og með Luka Modric og Toni Kroos sitthvoru megin við sig.

„Mig langar að berjast fyrir sæti mínu hjá Real. Það er draumurinn minn, ég ætla að vera áfram hér og ég ætla að standa mig vel. Ég veit að félagið fékk boð upp á 71 milljón punda í mig en ég er ekki að fara neitt," sagði Kolómbíumaðurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner