lau 23. júlí 2016 21:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Wayne Rooney ánægður með ráðningu Allardyce
Wayne Rooney reynir að fara framhjá Jóa Berg.
Wayne Rooney reynir að fara framhjá Jóa Berg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, Wayne Rooney er sáttur við að Sam Allardyce hafi verið ráðinn þjálfari enska liðsins.

Hann bætir svo við að hann hafi engann áhuga á að hætta að leika fyrir landsliðið.

Allardyce skrifaði undir tveggja ára samning við enska knattspyrnusambandið og segir Rooney það hafa verið rétta ákvörðun að ráða stóra Sam.

„Þetta var góð ráðning fyrir England. Hann spilar öðruvísi en Hodgson og vonandi virkar það hjá honum. Ég þekki hann bara í gegnum þau lið sem hann hefur þjálfað og ég hef mætt honum oft."
Athugasemdir
banner
banner
banner