lau 23. júlí 2016 22:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Wenger: Arsenal tilbúið í að borga háar upphæðir fyrir leikmenn
Arsene Wenger
Arsene Wenger
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, hefur lofað að félagið sé tilbúið að eyða háum fjárhæðum í rétta leikmenn.

Arsenal hefur fengið til sín Granit Xhaka fyrir tímabilið en þess fyrir utan hafa Takumo Asano og Rob Holding, ungir leikmenn, einnig komið til félagsins.

Wenger hefur fengið mikla gagnrýni fyrir missa af mörgum stórum bitum á markaðnum, til félaga sem eru frekar tilbúin til að eyða peningum.

„Við vinnum hörðum höndum á því að fá réttu leikmennina, ef við finnum þá, erum við tilbúinir til að eyða stórum frjárhæðum í þá. Við höfum nú þegar eitt miklu í Xhaka."

„Það er mikið eftir af félagsskiptaglugganum og við erum að vinna hörðum höndum á því að fá leikmenn. Ég lofa því að við eyðum háum upphæðum í réttu leikmennina," sagði Wenger.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner