lau 23. júlí 2016 13:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Wenger vildi ekki tjá sig um enska landsliðið
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger vill ekki svara spurningum um hvort honum hafi verið boðið starfið hjá enska landsliðinu.

Talið er að Wenger hafi verið fyrsti kostur enska knattspyrnusambandsins eftir að Roy Hodgson hætti með liðið eftir tap gegn Íslandi á EM.

Svo fór að Sam Allardyce var ráðinn þjálfari og vill Wenger lítið tjá sig um hvort talað hafi verið við hann í sambandið við starfið.

„Ég ætla ekki að tjá mig um við hvern enska sambandið talaði við. Ég styð ráðninguna á Allardyce og það væri ósanngjarnt af mér að segja eitthvað annað," sagði Wenger.

„England er annað landið mitt, ég sá alla leiki þeirra á EM og ég styð England og því styð ég þjálfara þeirra líka."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner