Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 23. júlí 2017 10:05
Elvar Geir Magnússon
Barca tilbúið að borga 80 milljónir punda fyrir Coutinho
Powerade
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Mahrez vill fara til Arsenal.
Mahrez vill fara til Arsenal.
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðurpakkanum þennan ágæta sunnudag. BBC tók saman allt það helsta.

Barcelona er tilbúið að borga 80 milljónir punda fyrir Philippe Coutinho (25), leikmann Liverpool og Brasilíu. (Sunday Mirror)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Coutinho líði vel hjá félaginu eftir að hafa fundað með leikmanninum í kjölfar áhuga Barcelona. (ESPN)

Barcelona telur að með því að kaupa Coutinho gæti það hjálpað til við að halda félaga hans með brasilíska landsliðinu, Neymar, sem hefur verið orðaður við Paris St-Germain. (Mail on Sunday)

Hjá PSG eru menn mjög bjartsýnir á að geta keypt framherjann Neymar fyrir 196 milljónir punda. Sagt er að Brasilíumaðurinn hafi samþykkt samning sem færi honum 27 milljónir punda á ári eftir skatt. (Sunday Express)

Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, segir það alveg skýrt að hans vilji sé að gera allt til að halda Neymar. Hann segir að Neymar færi liðinu mikið innan vallar og í klefanum. (BBC)

Liverpool og Manchester City eru enn með í kapphlaupinu um framherjann Kylian Mbappe (18) hjá Mónakó. (Le 10 Sport)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, neitar því að framherjinn Alexis Sanchez (28) sé nálægt því að ganga í raðir Paris St-Germain fyrir 70 milljónir punda. (Standard)

Chelsea mun gera formlegt tilboð í miðjumanninn Alex Oxlade-Chamberlain (23) hjá Arsenal á næstu 48 tímum. Félagið fær samkeppni frá Manchester City. (Sunday Express)

Chelsea hefur eytt næstum 130 milljónum punda í sumar en Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að það þurfi að kaupa fleiri til að auka gæði leikmannahópsins. (Sunday Telegraph)

Hjá Manchester United eru menn bjartsýnir á að geta keypt Nemanja Matic (28) frá Chelsea eftir að hafa mistekist að fá Eric Dier (23) frá Tottenham. (Guardian)

Tilraunir United til að fá Marco Verratti (24), miðjumann Paris St-Germain, eru í biðstöðu því franska félagið vill fá Anthony Martial (21) á móti. (Sunday Mirror)

Lionel Messi (30) hefur sagt Barcelona að kaupa Paulo Dybala (23) frá Juventus. (Don Balon)

Chelsea er að reyna að fá brasilíska framherjann Richarlison (20) en búist var við því að hann gengi í raðir Ajax frá Fluminese fyrir 12 milljónir punda. (Mail on Sunday)

Craig Shakespeare, stjóri Leicester City, segir að vængmaðurinn Riyad Mahrez gæti verið áfram. Arsenal, Spurs og Roma hafa sýnt þessum 26 ára leikmanni áhuga. (Leicester Mercury)

Alsírski landsliðsmaðrinn Mahrez mun hafna skiptum til Roma því hann vill helst reyna að komast til Arsenal. (Sun)

Matteo Darmian (27) segist vera tilbúinn að vera áfram hjá Manchester United í sumar þrátt fyrir að vera orðaður við endurkomu til Ítalíu. (Independent)

Ronald Koeman, stjóri Everton, vill fá einn eða tvo gæðaleikmenn í viðbót áður en félagaskiptaglugganum verður lokað. Gylfi Þór Sigurðsson er meðal leikmanna á óskalista hans. (Liverpool Echo)

Chelsea er að fylgjast með vængmanninum Ballou Jean-Yves Tabla (18) hjá Montreal Impact eftir að hafa fengið meðmæli frá Didier Drogba, fyrrum sóknarmanni félagsins. (Sun)

Kevin de Bruyne (26), miðjumaður Manchester City, vonast til þess að félagið fái til sín nýja varnarmenn í sumar. (Manchester Evening News)

Ákvörðun Aston Villa að láta varnarmanninn Tommy Elphick (29) og sóknarmanninn Ross McCormack (30) ekki spila undirbúningsleiki í Þýskalandi hafi gefið Sunderland von um að kaupa leikmennina. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner