Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. júlí 2017 13:30
Elvar Geir Magnússon
Bosz: Kjaftæði að Aubameyang gæti farið til Kína
Svakalegur skorari.
Svakalegur skorari.
Mynd: Getty Images
Peter Bosz, þjálfari Borussia Dortmund, segir það algjört kjaftæði að Pierre-Emerick Aubameyang gæti farið til Kína í janúar.

Fréttir hafa borist af því að Gabonmaðurinn fari líklega til Tianjin Quanjian eftir áramót, fyrir 70 milljónir evra.

Dortmund hefur neitað þessum fréttum.

„Ég les sem betur fer ekki öll blöðin. Ég hef talað við Michael Zorc (íþróttastjóra) og hann segir að þetta sé ekki satt. Þetta er bara kjaftæði," segir Bosz.

Aubameyang var markakóngur þýsku deildarinnar á liðnu tímabili með 31 mark, einu meira en Robert Lewandowski.
Athugasemdir
banner
banner
banner