Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. júlí 2017 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea biður kínversku þjóðina afsökunar
Kenedy gerði sig sekan um mistök
Kenedy gerði sig sekan um mistök
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að Brasilíumaðurinn Kenedy gerði sig sekan um mistök í æfingaferð félagsins.

Chelsea hefur verið í Kína undanfarna daga, en á meðan hefur Kenedy talað illa um landið á Instagram.

Kenedy setti nokkrar færslur á Instagram um Kína og fólkið í landinu og í kjölfarið var hann sakaður um kynþáttarfordóma. Hann baðst afsökunar, en það virkaði ekki. Það var baulað á hann í gær þegar Chelsea vann Arsenal 3-0 í leik sem fram fór í Kína.

Chelsea sendi í dag frá sér afsökunarbeiðni.

„Chelsea FC biðst innilegrar afsökunar. Kenedy gerði mistök og hann mun læra af því," segir í yfirlýsingu frá félaginu.

„Honum hefur verið refsað fyrir það sem hann gerði."

„Allir hjá Chelsea FC bera mikla virðingu fyrir Kína og við elskum kínverska stuðningsmenn okkar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner