Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. júlí 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chicharito kemur til Lundúna á morgun - Verður launahæstur
Að semja við West Ham.
Að semja við West Ham.
Mynd: Getty Images
Javier Hernandez verður líklega staðfestur sem nýjasti leikmaður West Ham á morgun.

Kaveh Solhekol hjá Sky Sports segir frá því á Twitter í kvöld að Hernandez, oftast kallaður Chicharito, fljúgi til Lundúna á morgun þar sem hann mun fara í læknisskoðun.

West Ham hefur lengi reynt að fá framherja í sínar raðir og svo virðist sem það sé loksins að takast hjá þeim.

Lundúnarliðið keypti í gær Marko Arnautovic og varð hann launahæstur í sögu félagsins. Hann gæti misst þann titil eftir aðeins nokkra daga því Hernandez mun fá 140 þúsund pund í vikulaun samkvæmt því sem Solhekol skrifar á Twitter. Til samanburðar þá er Arnautovic með 100 þúsund pund í vikulaun.

Arnautovic mun samt halda titlinum yfir dýrasta leikmanninn í sögu félagsins því Hernandez kostar aðeins 13 milljónir punda.

Chicharito var á mála hjá Manchester United frá 2010 til 2015.

Hann gekk í raðir Bayer Leverkusen á 7,3 milljónir punda fyrir tveimur árum og hefur síðan þá skorað 39 mörk.

Ekki missa af Super match á Laugardalsvelli
Manchester City og West Ham mætast á Laugardalsvelli klukkan 14:00 föstudaginn 4. ágúst. Kræktu þér í miða á midi.is.
Athugasemdir
banner
banner