Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 23. júlí 2017 14:00
Elvar Geir Magnússon
Conte: Lukaku og Morata í sama gæðaflokki
Alvaro Morata.
Alvaro Morata.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, reyndi að fá Romelu Lukaku en tapaði baráttunni fyrir Manchester United. Englandsmeistararnir lönduðu Alvaro Morata frá Real Madrid.

„Í mínum huga eru Lukaku og Morata í sama gæðaflokki, fyrsta val fyrir frábær félög eins og Chelsea og United," segir Conte.

Margir telja að Morata henti leikstíl Conte enn betur en Lukaku.

„Hann hefur tekið góðum framförum síðan fyrir þremur árum, nú er hann einn besti sóknarmaður Evrópu. Hann hefur frábæra kosti og getur bætt sig mikið."

„Á síðasta tímabili spilaði hann ekki mjög marga leiki en skoraði 20 mörk (úr 19 byrjunarliðsleikjum). Hann er ungur og það er enn mikið pláss fyrir bætingu og ég vil gera hann enn betri," segir Conte.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner