Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. júlí 2017 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM kvenna: Dómarinn stal senunni í sigri Englands
Englendingar eru að spila vel.
Englendingar eru að spila vel.
Mynd: Getty Images
England 2 - 0 Spánn
1-0 Fran Kirby ('2 )
2-0 Jodie Taylor ('85 )

England er svo gott sem komið áfram úr riðli sínum á Evrópumótinu í Hollandi eftir 2-0 sigur á Spáni í kvöld.

Fran Kirby kom Englendingum yfir og þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma bætti Jodie Taylor við öðru marki.

Það var þó dómari leiksins sem stal senunni í kvöld. Hin ítalska Carina Vitulano, sem dæmdi leik Íslands og Frakklands á dögunum, var með flautuna í kvöld. Hún dæmdi fyrst löglegt mark af Englendingum og í seinni hálfleiknum dæmdi hún víti fyrir Spán, en hætti svo við. Allt saman mjög furðulegt.

Sjá einnig:
Sú ítalska dæmdi löglegt mark af Englandi

England er eftir leikinn með sex stig, en Spánn hefur þrjú.





Athugasemdir
banner
banner
banner