Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   sun 23. júlí 2017 12:56
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Freysi: Hef aldrei sagst ætla að stíga til hliðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið féll úr leik á Evrópumótinu í Hollandi í gær eftir 2-1 tap gegn Sviss. Úrslitin úr leik Frakka og Austurríkis voru Íslandi ekki hagstæð og heimferð til Íslands á fimmtudaginn því staðreynd.

Svekkelsið og vonbrigðin mikil enda voru markmiðin fyrir mót háleit og skýr. Liðið ætlaði sér uppúr riðlinum.

„Það var súrrealískt augnablik. Við hittum fjölskyldurnar í gærkvöldi og fyrsta sem ég gerði var að setjast fyrir framan sjónvarp með dætur mínar í fanginu og horfði á þessar dramatísku síðustu 20 mínútur og horfa á markmiðin fjara frá okkur. Við komum okkur í þessa stöðu sjálf. Þetta hjálpaði ekki til og þetta var mjög erfitt gærkvöld og morguninn í morgun var líka erfið," sagði Freyr Alexandersson þjálfari íslenska liðsins aðspurður að því hvernig honum hafi liðið í gærkvöldi og í nótt.

Hann segist ekki vera búinn að horfa á leikinn frá því í gær, í heild sinni.

„Ég er búinn að horfa á kafla úr honum sem ég vildi sjá. Ég veit ekki hvort ég horfi á hann aftur. Þetta leit út svipað og í gær. Þetta eru grundvallarmistök sem við eigum að koma í veg fyrir. Það er engin afsökun, við vitum það öll sjálf að þetta er eitthvað sem á ekki að koma upp hjá okkur."

Sem þjálfari liðsins þarf Freyr að axla ábyrgð á gengi liðsins á mótinu. Hvað fór úrskeiðis?

„Það eru engin sérstök mistök sem áttu sér stað. Frammistaðan var fín á móti Frökkum og allt í góðu þar. Við vorum ágætar í gær, Sviss fær þrjú færi í leiknum og klára þau. Hvorugt liðið spilaði frábæran fótboltaleik. Ég ber ábyrgð á því að við náum ekki fram úrslitum. Ég er ekki óánægður með liðið, þetta hefur bara ekki dottið nægilega vel fyrir okkur. Við getum komið okkur í betri stöðu til að skapa okkur betri lukku. Það er rosalega stutt á milli í þessu og það er sárt þegar maður er inn í þessu öllu að augnablikin detti ekki fyrir manni."

Freyr segir að hann verði áfram þjálfari liðsins í undankeppni HM sem hefst í september. En orðrómur hefur verið um það að hann myndi stíga til hliðar eftir Evrópumótið.

„Ég hef aldrei sagst ætla að stíga til hliðar eftir EM. Ég er að fara stjórna liðinu gegn Austurríki með það að markmiði að vinna og halda áfram að spila af krafti og gefa allt í verkefnið. Ég er með samning við Knattspyrnusambandið áfram og við erum ekkert að tala um annað en leikinn núna."

„Ég veit ekki betur en að ég haldi áfram. Ég sé enga ástæðu til annars. Ég mun klára þetta mót og síðan sest ég að sjálfsögðu niður með mínu fólki og þá sjáum við hvort við viljum halda áfram. Ef allir vilja halda áfram þá gerum við það. Ef við viljum skoða einhverja aðra hluti þá er harmlaust af minni hálfu. Ég hef fullan áhuga að þjálfa þetta lið áfram. Það er mjö gaman að vinna með þessu liði og það er fullt af plássi fyrir bætingu. Það hefur verið mikið af breytingum sem við höfum þurft að grípa inn í. Við getum ennþá verið betri og það er mikilvægt að við séum einbeitt að gera vel í undankeppni HM sem hefst strax í september. Við þurfum ekkert að rugga bátum strax," sagði Freyr.

Næstu dagar verða langir fyrir hópinn en þeirra bíður leikur gegn Austurríki á miðvikudaginn sem skiptir liðið litlu sem engu máli annað en stoltið.

„Þetta tekur á andlega og þá er maður lengur að endurheimta og annað. Það breytir kannski því hvernig við nálgumst æfingunni á morgun. Við þurfum að ná orku aftur. Hugarfarið breytist ekki neitt. Núna erum við að spila fyrst og fremst fyrir fólkið, fyrir stuðninginn sem við höfum fengið. Okkur langar að skila þessu móti af okkur á sómasamlegan hátt," sagði Freyr að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner