sun 23. júlí 2017 12:38
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Ísland hefur unnið þrjá af síðustu 14 leikjum sínum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið féll úr leik á Evrópumótinu í Hollandi í gærkvöldi eftir að ljóst var að Frakkland og Austurríki gerðu jafntefli.

Ísland er án stiga eftir fyrstu tvo leiki keppninnar og geta ómögulega náð Frakklandi og Austurríki að stigum, sem bæði eru með fjögur stig.

Það er athyglisvert að skoða leiki Íslands eftir að liðið tryggði sér þátttökurétt á EM eftir 4-0 sigur á Slóveníu á heimavelli 16. september 2016.

Liðið hefur einungis unnið þrjá leiki síðan í fjórtán leikjum. Þar af tvo leiki gegn liðum í 41. og 43. sæti heimslistans.

„Við völdum okkur það að spila þessa leiki. Við þurftum að bregðast við aðstæðum sem komu upp og það fór svolítill tími í það, eðlilega. Sumir leikir voru spilaðir til að þróa leikstíl og aðrir til að prófa leikmenn. Það var mjög gott að gera það á kostnað úrslita," sagði Freyr þegar tölfræðin kom til tals í viðtali við Fótbolta.net eftir æfingu liðsins í morgun.

„Stundum komu góð úrslit og stundum góð frammistaða og stundum ekki. Allt með það að markmiði að geta tekið þátt í þessu móti og vera inn í því allan tímann. Við höfum verið inn í þessu móti allan tímann, við höfum verið inn í báðum leikjum alveg eins langt og við getum."

„Það er alveg rétt að auðvitað vill maður vinna fleiri leik en stundum þarf maður að velja og hafna þegar maður er að spila þessa leiki," sagði Freyr.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni sem tekið var við Frey eftir æfingu landsliðsins í Ermelo í morgun hér.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner