Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 23. júlí 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Dyrnar eru alltaf opnar fyrir Lucas
Tíu ára dvöl Lucas Leiva hjá Liverpool er lokið.
Tíu ára dvöl Lucas Leiva hjá Liverpool er lokið.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp vill að Lucas Leiva snúi aftur til Liverpool þegar leikmannaferlinum lýkur.

Tíu ára dvöl Lucas hjá Liverpool tók enda í síðustu viku þegar hann samdi við ítalska liðið Lazio.

Lucas byrjaði aðeins 12 leiki á síðasta tímabili undir stjórn Klopp, en Þjóðverjinn vonast til þess að vinna aftur með Lucas.

„Hann elskar Liverpool. Það er ótrúlegt," sagði Klopp við ESPN. „Hann kemur frá Brasilíu - það er flott land og veðrið þar er betra," sagði þessi þýski knattspyrnustjóri Liverpool.

„Hann gæti ímyndað sér að vera í Liverpool til æviloka. Ég sagði við hann að dyrnar væru alltaf opnar og ef ég verð hérna þegar hann hættir, þá er auðvitað pláss fyrir hann hérna."

„Ég er viss um að hann verði frábær þjálfari eða knattspyrnustjóri," sagði Klopp að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner