Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks var að vonum sáttur eftir 4-2 sigur á KA á Akureyrarvelli í dag.
"Þrjú stig á erfiðum útivelli er gott veganesti sem við getum tekið með okkur í næsta leik" er meðal þess sem Milos hafði að segja eftir leik.
"Þrjú stig á erfiðum útivelli er gott veganesti sem við getum tekið með okkur í næsta leik" er meðal þess sem Milos hafði að segja eftir leik.
Lestu um leikinn: KA 2 - 4 Breiðablik
"Á mörgum köflum var frammistaðan mjög gjóð. Boltinn var að ganga vel á milli manna og við vorum mjög góðir í byrjun. En svo skora þeir tvö mörk með stuttu millibili, við urðum riðgaðir eins og oft er.
"En náum svo aftur dampi í seinni hálfleik og mér fannst lítill kafli, við miðbik seinni hálfleiks, sem þeir voru sterkari en annars vorum við með "control" á leiknum " sagði Milos
" Það eru margir jákvæðir punktar. Spilamennskan, karakterinn í seinni hálfleik, Hössi kominn í gang af alvöru og Martin Lund búinn að skora".
Breiðablik á næst heimaleik gegn Fjölni þann 31. júlí.
Athugasemdir