Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 23. júlí 2017 09:20
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: 100% að De Gea verður áfram
De Gea á æfingu.
De Gea á æfingu.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að það sé 100% staðfest að spænski markvörðurinn David de Gea verði áfram hjá Manchester United á komandi tímabili.

Spænski landsliðsmarkvörðurinn er sífellt orðaður við Real Madrid og síðasta sumar gaf Mourinho til kynna að hann væri tilbúinn að selja De Gea til Real en segir að staðan sé nú breytt.

„Ég get fullyrt það að hann ser ekki að fara á þessu tímabili," segir Mourinho.

Manchester United mætir Real Madrid í æfingaleik í kvöld en á fréttamannafundi fyrir leikinn svaraði Mourinho ýmsum spurningum.

Hann sagði meðal annars að það væri ómögulegt fyrir United að kaupa Gareth Bale frá Real Madrid, rétt eins og það væri ómögulegt að fá Cristiano Ronaldo. Í síðustu viku útilokaði Ronaldo endurkomu til United.

„Bale var aldrei á mínum lista. Það er ljóst að Bale líður vel hjá Real Madrid, hann er í mjög góðri stöðu. Ég fann aldrei fyrir löngun hjá honum til að fara. Hvers vegna að eyða kröftum í að reyna að fá hann?" segir Mourinho.

De Gea á ekki öruggt byrjunarliðssæti
Varðandi De Gea segir sá portúgalski að hann sé mjög ánægður og einbeittur á næsta tímabil. Hann sé að leggja sig enn meira fram en nokkru sinni fyrr.

Mourinho segir þó að De Gea geti ekki gengið að byrjunarliðssæti vísu. Argentínski markvörðurinn Sergio Romero veitir honum harða samkeppni. Romero spilaði til dæmis úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar United vann Ajax.

Romero er 30 ára og skrifaði undir framlengingu á samningi sínum til 2021 í síðustu viku.

„Það besta sem gat gerst fyrir De Gea var hvernig Romero spilaði á síðasta tímabili. Fyrir ári síðan átti De Gea öruggt sæti en eftir það sem Romero gerði síðasta tímabil þarf hann að æfa enn betur og hann gerir það," segir Mourinho.

Mourinho hefur einnig staðfest að Luke Shaw, Ashley Young og Marcos Rojo muni missa af byrjun tímabilsins vegna meiðsla. Shaw á að snúa til baka í september, Young í október og Rojo meiddist á hné og kemur aftur í desember eða janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner