Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   sun 23. júlí 2017 22:41
Brynjar Ingi Erluson
Óli Stefán: Skammast mín fyrir liðið mitt í dag
Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, var gríðarlega svekktur með spilamennsku sinna manna í kvöld en liðið tapaði 5-0 fyrir Stjörnumönnum í 12. umferð deildarinnar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  0 Grindavík

Baldur Sigurðsson kom Stjörnumönnum á bragðið áður en Guðjón Baldvinsson gerði þrennu á tólf mínútum í síðari hálfleik. Hilmar Árni Halldórsson rak svo síðasta naglann í kistuna og lokatölur 5-0.

Grindavík hefur fengið á sig níu mörk í síðustu tveimur leikjum og var Óli afar ósáttur með Grindvíkinga.

„Ég er fyrst og fremst óánægður með hugarfar minna drengja í dag. Við vorum huglausir, andlausir og agalausir og öll þau gildi sem við trúum á voru ekki til staðar í dag," sagði Óli.

„Þetta var hreint og klárt brot. Jajalo er með takkaför á lærinu eftir það en í stóra samhenginu þá spái ég ekki í það. Það er aukatriði."

„Við lögðum upp með að bounce-a til baka og fara í þetta sem hefur þó komið okkur hingað og halda í það og lögðum mikla vinnu í það í vikunni. Um leið og við fáum mörk í andlitið á okkur en um leið og við fáum þetta annað mark. Við verðum svo agalausir og fáum rassskellingu og ég vil biðja mitt fólk afsökunar á þessu í dag."

„Ég hef lagt upp með það að sýna þennan vilja að fara með gulan haus í þessa bolta í föstu leikatriðunum og það er eitt af því sem við þurfum að laga. Að sjálfsögðu er þetta áhyggjuefni og mér líkar mjög illa við þegar liðið mitt fer út úr því sem við vinnum eftir."


Simon Smidt kom til Grindavíkur á dögunum auk þess sem Eduardo Cruz var að leika sinn fyrsta leik. Smidt var fenginn til að auka víddina í liðinu.

„Ég náttúrulega er að reyna að auka víddina og balance-inn. Okkur vantaði það frá því Jobbi fór. Eduardo var bara vondur eins og allir aðrir í dag, það er erfitt að taka einhvern einn því liðið var bara ekki með í dag. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég skammast mín fyrir liðið mitt," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner