banner
   sun 23. júlí 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
RB Leipzig útilokar að selja Keita
Keita fer ekki frá Leipzig í sumar.
Keita fer ekki frá Leipzig í sumar.
Mynd: Getty Images
Naby Keita verður ekki seldur frá RB Leipzig í sumar. Þetta hefur Sky Sports eftir háttsettum einstaklingi hjá félaginu.

Í síðustu viku greindi Dietrich Mateschitz, eigandi RB Leipzig, frá því að félagið hafði hafnað 66 milljóna punda tilboði frá ónefndu félagi í Keita, sem hefur verið sterklega orðaður við Liverpool.

Samkvæmt heimildum Sky hefur Liverpool gert þrjú tilboð í Keita. Þeim hefur öllum verið hafnað.

Keita er með 48 milljón punda riftunarverð í samningi sínum, en það verður ekki virkt fyrr en næsta sumar.

RB Leipzig er þessa stundina að reyna að fá Keita til að skrifa undir framlengingu á samningi sínum.

Li­verpool hef­ur keypt þrjá leik­menn hingað til í sum­ar. Andrew Robert­son, bakvörð frá Hull, Mohamed Salah frá Roma og enska unglingalandsliðsmanninn Dom­inic Solan­ke frá Chel­sea
Athugasemdir
banner
banner
banner