Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 23. júlí 2017 23:07
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar Páll: Við jörðuðum Grindavík
Rúnar Páll var í skýjunum með sína menn í kvöld
Rúnar Páll var í skýjunum með sína menn í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var auðvitað gríðarlega sáttur með 5-0 sigur sinna manna á Grindavík í toppslag Pepsi-deildarinnar í kvöld. Guðjón Baldvinsson gerði þrennu fyrir heimamenn í síðari hálfleik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  0 Grindavík

Sigur Stjörnunnar í kvöld var aldrei í hættu. Baldur Sigurðsson skoraði strax á 47 sekúndu og Guðjón Baldvinsson bætti svo við þremur mörkum á tólf mínútna kafla í síðari hálfleik. Hilmar Árni Halldórsson gulltryggði svo sigurinn og Stjörnumenn því komnir með 21 stig eftir tólf umferðir.

„Ég er gríðarlega ánægður með þennan leik. Þetta var góður leikur í alla staði, spiluðum varnarleikinn vel og vorum aggresívir. Þeir lágu aftarlega og biðu eftir að beita skyndisóknum. Fengu tvö ágætis upphlaup en engin fær svosem," sagði Rúnar Páll.

„Við náðum að stjórna leiknum betur í seinni hálfleik og settum bara frábær mörk."

„Ég var ekkert að pæla í því hvernig þeir myndu koma í þennan leik, við erum bara að pæla í okkur sjálfum."
sagði hann ennfremur.

Stjörnumenn voru hættulegir í föstu leikatriðunum en Grindvíkingar hafa varist afar vel til þessa í þeim atriðum.

„Við erum líka sterkir í þeim og það sýndi sig í kvöld. Ég var bara hrikalega ánægður og við spiluðum feykivel og jörðuðum Grindavík, það er bara þannig."

Baldur Sigurðsson skoraði umdeild mark í byrjun leiks en hann virtist brjóta á markverði Grindavíkur áður en hann potaði boltanum í netið. Rúnar segist ekki hafa séð brotið.

„Ég hef ekkert mat á þessu og sá ekkert hvað gerðist. Ertu ekki að tala um fyrsta markið? Já, nei ég sá ekki hvað gerðist. Við skoruðum alla vega snemma leiks," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner