banner
   sun 23. júlí 2017 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spalletti: Erum tibúnir að selja Perisic á réttu verði
Perisic er staddur í æfingaferð með Inter.
Perisic er staddur í æfingaferð með Inter.
Mynd: Getty Images
Luciano Spalletti, knattspyrnustjóri Inter, hefur viðurkennt það að félagið sé tilbúið að selja Ivan Perisic fyrir rétt verð.

Inter vill fá 48 milljónir punda fyrir Perisic.

Hann hefur verið sterklega orðaður við Manchester United í sumar, en það hefur gengið erfiðlega að komast að samkomulagi.

Perisic er þessa stundina staddur í æfingaferð í Kína með Inter. Hann spilaði 45 mínútur á föstudag gegn Schalke í Changzhou.

Spalletti vill helst halda Perisic, sem skoraði 11 mörk í Seríu A á síðasta tímabili, en það er þó möguleiki að hann fari.

„Hann er frábær leikmaður og ef framtíð hans er undir mér komin, þá myndi ég halda honum," sagði Spalletti við blaðamenn.

„Hins vegar, ef tilboð berst sem félagið er ánægt með, þá gæti hann farið," sagði Spalletti enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner