Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 23. júlí 2017 20:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sú ítalska dæmdi löglegt mark af Englandi
Sami dómari og dæmdi Ísland - Frakkland
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalski dómarinn Carina Vitulano er ekki sérstaklega vinsæl hjá Íslendingum.

Hún dæmdi leik Ísland og Frakklands á EM kvenna í Hollandi, en leiknum lauk með 1-0 sigri Frakklands.

Vitulano dæmdi umdeilda vítaspyrnu undir lok leiks, en úr henni skoruðu Frakkar sigurmarkið. Í fyrri hálfleiknum hefði Ísland mögulega átt að fá vítaspyrnu, en þá Vitulano að dæma.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Ísland, var gríðarlega ósáttur með hennar störf, eins og aðrir.

„Þetta er mjög einfalt. Hún dæmdi leikinn illa yfirhöfuð. Þetta er eitthvað sem við stjórnum ekki. Þegar ég meina að hún dæmdi leikinn illa yfirhöfuð þá var það bæði gagnvart okkur og Frökkunum," sagði Freyr þegar hann var spurður út í frammistöðu hennar.

Sú ítalska er mætt aftur með flautuna í Hollandi. Hún dæmir í kvöld leik Englands og Spánar í D-riðli.

Hún gerði sig seka um mistök í leiknum, en hún dæmdi löglegt mark af Englendingum. Reyndar er hægt að skrá þessi mistök á aðstoðardómarann, en samt...

Hér að neðan má sjá myndband af þessu, en staðan í leiknum þegar þessi frétt er skrifuð er 1-0 fyrir England.




Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner