Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. júlí 2017 11:30
Elvar Geir Magnússon
Zaha segist hafa verið kallaður „svartur api"
Zaha í leik með Crystal Palace.
Zaha í leik með Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha, vængmaður Crystal Palace, segist hafa orðið fyrir kynþáttaníð á samskiptamiðlum. Á Instagram segir hann að stuðningsmenn Manchester United og Liverpool hafi kallað sig „svartan apa".

Þessi 24 ára leikmaður sem spilaði með Manchester United fyrir nokkrum árum skrifaði:

„Ef stuðningsmönnum Man United og Liverpool líður betur með því að kalla mig svartan apa mega þeir halda því áfram ef dagur þeirra verður betri."

Zaha er í æfingaferð með Crystal Palace í Asíu. Hann póstaði skilaboðunum eftir 2-0 sigur gegn West Brom í æfingaleik en Frank De Boer ásakaði leikmenn West Brom um að hafa reynt að sparka Zaha úr leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner