Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. ágúst 2014 17:53
Magnús Már Einarsson
2. deild: Fjarðabyggð upp í 1. deild (Staðfest)
Fjarðabyggð er komið upp í 1. deild.
Fjarðabyggð er komið upp í 1. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri 2 - 2 ÍR
0-1 Alexander Freyr Sindrason ('19)
1-1 Kenan Turudija ('69)
2-1 Kenan Turudija ('72)
2-2 Jónatan Hróbjartsson ('78)

Sindri og ÍR gerðu 2-2 jafntefli í síðasta leik dagsins í 2. deild karla.

Þessi úrslit þýða að topplið Fjarðabyggðar hefur tryggt sér sæti í 1. deildinni að ári.

Fjarðabyggð er 13 stigum á undan ÍR í 3. sætinu og fimm stigum á undan Gróttu í 2. sæti. Fjarðabyggð sigraði einmitt Gróttu 3-2 í uppgjöri toppliðanna fyrr í dag.

Fjarðabyggð féll úr 1. deildinni árið 2010 en liðið er nú að fara upp annað árið í röð eftir að hafa unnið 3. deildina í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner