Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. ágúst 2014 10:24
Elvar Geir Magnússon
Balotelli tilbúinn í launalækkun fyrir Liverpool
Balotelli er ítalskur landsliðsmaður.
Balotelli er ítalskur landsliðsmaður.
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli gæti orðið leikmaður Liverpool á mánudag en hann fer í seinni hluta læknisskoðun sinnar í dag. Leikmaðurinn hefur samþykkt 50% launalækkun til að ganga í raðir Liverpool frá AC Milan.

Guardian segir að Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hafi fundað með Balotelli og vilji fá staðfestingu á því að sóknarmaðurinn sé mættur til félagsins til að taka framförum.

Þar sem einhver óvissa er í gangi hefur Liverpool ekki lokað á Samuel Eto’o og gæti reynt að fá kamerúnska sóknarmanninn en mál Balotelli sigla í strand.

Liverpool hefur komist að samkomulagi um 16 milljóna punda kaupverð á Balotelli og viðræður við umboðsmann hans gengu vel þar sem leikmaðurinn fær 80 þúsund pund í vikulaun ef gengið verður frá kaupunum. Launatölur hans gætu hækkað samhliða góðri hegðun og frammistöðu á vellinum.

Balotelli er mjög umdeildur og hefur lent upp á kant við knattspyrnustjóra sína í fortíðinni en vandræði hans utan vallar eru mjög þekkt. Brendan Rodgers vildi ekki ræða hugsanleg kaup á Balotelli á fréttamannafundi sínum í dag en hann segist ekki kaupa menn sem hann er í einhverjum vafa um.
Athugasemdir
banner
banner