Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. ágúst 2014 13:06
Jóhann Ingi Hafþórsson
Byrjunarlið Chelsea og Leicester: Sama byrjunarlið Chelsea
Diego Costa byrjar hjá Chelsea.
Diego Costa byrjar hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Chelsea og Leicester eigast við núna kl 14:00 í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea unnu Burnley í opnunarleik sínum með þremur mörkum gegn einu, með mörkum frá Diego Costa, Andre Schurrle og Branislav Ivanovic og notast við sama byrjunarlið og í þeim leik.

Leicester er nýliði í deildinni eftir að hafa unnið Championship deildina á síðustu leiktíð. Leicester gerði jafntefli við Everton í fyrsta leik en leikar enduðu 2-2.

Leicester gera tvær breytingar á liði sínu frá þeim leik, Danny Drinkwater og Andy Knockaert fara á bekkinn á meðan Dean Hammond og Jeff Schlupp koma í þeirra stað.

Byrjunarlið Chelsea: Courtois; Ivanovic, Cahill, Terry, Azpilicueta; Matic, Fabregas; Schurrle, Oscar, Hazard; D Costa.

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, De Laet, Morgan, Moore, Konchesky, Mahrez, King, Hammond, Schlupp, Ulloa, Nugent
Athugasemdir
banner
banner
banner